Tannpína: Skyndilegur og beittur verkur þegar bitið er í fæðu eða eitthvað sem er á milli tannanna. Getur verið laus fylling eða sprunga í tönn. Sömuleiðis getur taug tannarinnar verið veikluð.
Ráð: Hafðu samband til að meta ástandið. Tannlæknirinn greinir þá ástæðu tannpínunnar og hvort um er að ræða sprungu í tönninni. Einnig þarf að athuga hvort rótfylla þurfi tönnina.